Fjölbreytt og glæsileg dagskrá á Vökudögum – hvað verður í gangi fimmtudaginn 27. október?



Vökudagar verða settir með formlegum hætti fimmtudaginn 27. október í Tónlistarskólanum á Akranesi þar sem að menningarverðlaun og umhverfisviðurkenningar verða afhentar.

Þetta er í 20. sinn sem Vökudagar fara fram á Akranesi og er dagskrá menningarhátíðarinnar fjölbreytt og glæsileg.

Nánar á skagalif.is

Fimmtudagur 27. okt.

16:00 – 21:00
Opnun samsýningar 32ja listamanna á Akranesi.
„Falið afl“ Grjótinu, Kirkjubraut 10.
17:00
Setning vökudaga í Tónlistarskóla Akraness, Dalbraut 1.
Menningarverðlaun og umhverfisviðurkenningar afhent. Lifandi tónlist og allir velkomnir.
18:00-21:00
Listafólk býður ykkur velkomið á sýningar og opnar vinnustofur um allan bæ.
Nánari upplýsingar um gönguna á næst síðustu síðu dagskrárinnar.
17:00
Opnun málverkasýningar Jaclyn Poucel.
„Náttúruandar í Hafbjargarhúsinu „Breið“.
17:00
Opnun málverkarsýningar Aldísar Petru.
„Í eigin heimi“ í Hafbjargarhúsinu, Breið.
17:00
Opnun málverkarsýningar Láru Magnúsdóttur.
„Tsunami in a zombie apocalypse / flóðbylgja í uppvakningaárás í Akranesvita.
18:00
Opnun myndlistarsýningarinnar „Tengsl -E sjó sjó“.
Eyrún Jónsdóttir. Jökull Freyr Svavarsson, Sara Björk Hauksdóttir og Unnur Jónsdóttir
í Kassageymslunni á Breið, nýsköpunarsetri.
18:00
Opnun myndlistarsýningar Jóhönnu Jónsdóttur.
„Úr fylgsnum minninganna í Kirkjuhvoli, Merkigerði 7.
18:00
Opnun sýningar nemenda í 5. og 6. bekk í Grundaskóla.
Stærðfræði og listir í Tónlistarskóla Akraness, Dalbraut 1.
18:00
Opnun myndlistarsýningar Elísabetar Ragnarsdóttur og Jóhönnu Einarsdóttur Vestmann.
„Litríkt landslag og horfin hús“ á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1.
18:00
Opnun málverkasýningar Tinnu Royal.
„FJÖRtíu: Ég grenja ef mér sýnist“ í gamla Iðnskólanum Skólabraut.
18:00
Opnun málverkasýningar Bjarna Þórs.
„Ólík verk Bjarna Þórs“, Kirkjubraut 1.
20:00
Tveggja manna stórsveitin Hundur í óskilum.
Tónleikar í Vinaminni, safnaðarheimil Akraneskirkju.