Adersteg tryggði ÍA sigurinn gegn Fjölni með síðasta skoti leiksinsAnders Gabriel Adersteg var hetja Skagamanna í kvöld þegar hann tryggði ÍA 88-85 sigur á útivelli gegn Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik.

Adersteg skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út. Þetta var þriðji sigur ÍA í fyrstu sex umferðum Íslandsmótsins í næst efstu deild.

Næsti leikur ÍA er gegn Hrunamönnum þann 4. nóvember á heimavelli í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Lucien Thomas Christofis var stigahæstur í liði ÍA með 30 stig og Aderstag var með 19 stig.

Davíð Alexander H. Magnússon skoraði 16 stig gegn sínum gömlu félögum úr Fjölni og Jalen David Dupree með 10 stig og Þórður Freyr Jónsson skoraði 9 stig.

Tölfræði leiksins er hér: