Akraneskaupstaður hefur á undanförnum árum veitt viðurkenningar í þágu umhverfisvitundar, hvernig fólk skynjar umhverfi sitt og hefur áhrif á snyrtingu og fegrun þess.
Einar Ottó Jónsson fékk viðurkenningu fyrir fallega aðkomu fyrir forgarð sinn að Esjubraut 18. Verðlaunin voru afhent við setningu Vökudaga í Tónbergi þann 27. október s.l.
Jón Arnar garðyrkjustjóri, Ásta Huld, Guðmundur Ingþór formaður skipulags- og umhverfisráðs, Sævar Freyr bæjarstjóri. Ásta Huld er systir Einars Ottós.
Í umsögn dómnefndar segir:
„Garðurinn er í heild sinni einn ævintýragarður en sérstaka athygli vakti framhliðin þar sem samspil húss og götu er til fyrirmyndar og myndar skemmtilegt andlit heimilisins með einstaklega fjölbreyttum og sérstökum gróðri.“
Jón Arnar garðyrkjustjóri, Ásta Huld, Guðmundur Ingþór formaður skipulags- og umhverfisráðs, Sævar Freyr bæjarstjóri. Ásta Huld er systir Einars Ottós.