Helena ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá Badmintonfélagi AkranessHelena Rúnarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Badmintonfélags Akraness. Frá árinu 2019 hefur Helena verið yfirþjálfari félagsins en hún æfði sjálf badminton með ÍA í áratug og gjörþekkir því alla starfsemi félagsins.

„Við erum mjög ánægð með að geta styrkt starfið hjá félaginu og höldum áfram að gera badminton að eftirsóknarverðri íþrótt á Akranesi,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

„Helena er með BSc í íþróttafræði og með MEd í íþróttafræði með áherslu á heilsuþjálfun og kennslu. Hún er að kenna íþróttir í Grundaskóla og hefur verið þar síðan haustið 2017 en byrjaði að kenna 2014 samhliða masternámi. Hún hefur einnig verið að kenna ýmsa hóptíma og einkaþjálfun á árunum 2011-2016.

Helena er gift Rúnari Bergmann Gunnlaugssyni og eiga þau saman tvær dætur Móeiði Bergmann og Emilíu Bergmann.“