Katrín Leifsdóttir fékk samfélagsverðlaun Akraneskaupstaðar 2022



Samfélagsverðlaun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 voru afhent við setningu Vökudaga í Tónbergi þann 27. október s.l.

Katrín Leifsdóttir fékk verðlaunin fyrir hreinsun og snyrtingu á umhverfi bæjarins, þar sem umhverfisvitund og umhyggja er í hávegum höfð.

Í umsögn Akraneskaupstaðar segir að Katrín sé mikilvæg fyrirmynd fyrir aðra íbúa í flokki plokkara. Katrín fer fyrir hópi þeirra sem er umhugað um bæinn og vilja taka til hendinni við að halda honum fallegum og snyrtilegum.

Jón Arnar garðyrkjustjóri, Katrín Leifsdóttir, Guðmundur Ingþór formaður umhverfis- og skipulagsráðs, Sævar Freyr bæjarstjóri.