Tré ársins 2022 á Akranesi er 60 ára sitkagreni sem stendur við Vesturgötu 63Akraneskaupstaður hefur á undanförnum árum veitt viðurkenningar í þágu umhverfisvitundar, hvernig fólk skynjar umhverfi sitt og hefur áhrif á snyrtingu og fegrun þess.

Ingunn Sveinsdóttir og Jónas H. Ottósson fengu viðurkenningu fyrir tré ársins sem stendur við Vesturgötu 63. Verðlaunin voru afhent við setningu Vökudaga í Tónbergi þann 27. október s.l.

Í umsögn Akraneskaupstaðar segir:

„Tréð er um 60 ára gamalt sitkagreni. Það stendur framan við gamalt steinhús, og gefur húsinu og götumyndinni sérstakan svip. Ásýndin minnir á gamla tímann. Tréð hefur mátt þola ýmislegt í gegnum tíðina og er gott merki um það að gróður getur vel þrifist á Skaganum.“