Haukur Andri valinn í U-19 landslið Íslands fyrir undankeppni EM í Skotlandi



Skagamaðurinn efnilegi, Haukur Andri Haraldsson, er í landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undankeppni U-19 ára landsliða í knattspyrnu fyrir EM. Íslenska liðið leikur þrjá leiki í undankeppninni á tímabilinu 16.-22. nóvember og fara leikirnir fram í Skotlandi.

Haukur Andri er 17 ára gamall og hefur komið töluvert við sögu með meistaraflokksliði ÍA. Hann lék alls 15 í efstu deild s.l. sumar og skoraði hann eitt mark – gegn ÍBV á Akranesvelli.

Ísland er í riðli með Kazakstan, Skotlandi og Frakklandi.


Ísland – Skotland 16. nóvember kl 19:30
Ísland – Frakkland 19. nóvember kl 15:00
Ísland – Kazakstan 22. nóvember kl 13:00

Tvö efstu liðin ásamt liðinu með bestan árangur í þriðja sæti fara áfram í milliriðla sem leiknir verða vorið 2023.
Lokakeppnin fer fram á Möltu 3.-16. júlí 2023.

Hópurinn

Hlynur Freyr Karlsson – Bologna
Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn
Daníel Freyr Kristjánsson – FC Midtjylland
Arnar Númi Gíslason – Fjölnir
Halldór Snær Georgsson – Fjölnir
Arnar Daníel Aðalsteinsson – Grótta
Sigurbergur Áki Jörundsson – Grótta
Haukur Andri Haraldsson – ÍA
Ásgeir Orri Magnússon – Keflavík
Daníel Tristan Guðjohnsen – Malmö FF
Birgir Steinn Styrmisson – Spezia Calcio
Adolf Daði Birgisson – Stjarnan
Eggert Aron Guðmundsson – Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson – Stjarnan
Þorsteinn Aron Antonsson – Selfoss
Aron Ingi Magnússon – Venezia
Hilmir Rafn Mikaelsson – Venezia
Gísli Gottskálk Þórðarson – Víkingur R.
Sigurður Steinar Björnsson – Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór Ak.