Opnunartími Guðlaugar fyrir árið 2023 var til umræðu í bæjarráði Akraness á fundi ráðsins í þessari viku.
Þar var lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma Guðlaugar – og að opið verði alla daga yfir vetrartímabilið. Sumaropnun Guðlaugar verður í gildi á tímabilinu 1. maí – 15. október.
Í tillögunni sem samþykkt var í bæjarráði er ekki gert fyrir að viðbótarkostnaði umfram fyrirliggjandi fjárheimildir samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar.
Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið leggur áherslu á að opnunartíminn sem og möguleikinn á sérstökum hópabókunum í mannvirkið utan hefðbundins opnunartíma verði vel kynntur meðal ferðaþjónustuaðila.