Nýtt íþróttafélag – ÍA-Raf mun bjóða upp á skiplagðar æfingar í rafíþróttum



Öflugur hópur sjálfboðaliða hefur á undanförnum mánuðum undirbúið stofnun rafíþróttafélags á Akranesi.

Nú styttist í að starf félagsins fari í gang – en leit að hentugu húsnæði hefur staðið lengi yfir.

Allt bendir til þess að hentugt húsnæði sé fundið og stefnt er að því að skipulagðar æfingar hefjist sem allra fyrst og í síðasta lagi byrjun ársins 2023.

Félagið hefur fengið nafnið ÍA-Raf og er það hluti af Ungmennafélaginu Skipaskaga.

Nánar um rafíþróttir hér:

Markmið félagsins eru:

  • Að bjóða upp á skipulagt starf fyrir börn og unglinga þar sem þau geta stundað rafíþróttir undir handleiðslu þjálfara.
  • Að stuðla að jákvæðri tölvuupplifun. 
  • Að hjálpa iðkendum að hugsa vel um líkama og sál. 
  • Að efla félagslegan og siðferðilegan þroska. 
  • Að iðkendur læri undirstöðuatriði í þeim leik sem það æfir. 
  • Að iðkendur hafi ánægju af rafíþróttum. 
  • Að búa til afreksfólk í faginu sem leyfa ekki tölvum að stjórna lífinu sínu. 
  • Að efla félagsfærni og valdefla þau sem hafa tilhneiginu í að einangra sig.
  • Að búa til félagsmenn. 

ÍA – Raf  stefnir að því að bjóða upp á vel skipulagðar og gefandi æfingar fyrir börn og unglinga með það að markmiði að efla unga spilara í tölvufærni sem og félagsfærni. ÍA -Raf stefnir einning að samstarfi við FVA, sem og samstarfi við Fab Lab stofu á Akranesi sé þess kostur.

ÍA- raf er deild innan Ungmennafélagsins Skipaskaga og keppir undir merkjum ÍA.

Allir þjálfara hljóta þjálfun frá viðurkendum kennurum frá RÍSÍ (rafíþróttasamband Íslands)

Yfirumsjón með starfinu verður í höndum yfirþjálfara Sölva Márs Sigurjónssonar.

Að unnið verður eftir æfingakerfum sem yfirþjálfari gefur út.

Að þjálfarar séu með greinagóða þekkingu á leiknum sem er verið að kenna og fái góða leiðsögn frá yfirþjálfara um hvernig skuli miðla þekkingu til iðkenda. 

ÍA – Raf skal huga vel að þeim sem gætu verið í áhættuhóp og byggja upp sterka félagslega tenginu innan deildarinnar eins og möglegt er. Koma á tengingu við félagsmiðstöðina þropið til þess.

 Það verður lögð áhersla á að kenna iðkendum að þekkja tölvurnar sem verkfæri en ekki verkstjóra, að efla félagsfærni þeirra og reyna að fyrirbyggja félagslega einangrun þeirra sem spila bara ein heima hjá sér. 

Þá mun ÍA- Raf einnig þjónusta afrekshópa  og stefnir að því að keppa á efsta stigi innanlands. 

Leiðir að markmiðum 

Þjálfun verður þrepaskipt og námsáætlun fylgt. 

Eftir að góðum undirstöðum hefur verið náð verður farið að vinna í flóknari færnisþáttum. 

ÍA-raf verður aldursskipt og þeim sem skara fram úr boðið að taka þátt í afrekshóp. 

Einblínt verður á einstaklingsmiðaðar tækniæfingar í yngstu flokkum og mismunandi hlutverk prófuð í viðkomandi leik til að byggja sterkan grunn.

Stuðlað verður að góðum liðsanda og iðkendum kennt að leysa úr ágreiningsmálum. Rafíþróttalið eru fámenn og reiða sig á góða liðsheild til að vinna að markmiðum. 

Iðkendur munu læra að byggja upp liðsfélaga fyrir betri árangur. 

Leikstöðum verður víxlað reglulega meðal yngstu iðkendanna. 

Allir prófa stöðu fyrirliða og allir spila allar stöður. 

Áhersla lögð á leikfræði og samvinnu liðs í eldri flokkum. 

Einblínum á leikaðferðir og leikkerfi svo allir iðkendur læri að þróa leikkerfi. 

Mikil áhersla verður lögð á að þjálfarar kenni iðkendum að greina og leysa úr vandamálum sjálf með samvinnu og markmiðasetningu. 

Í hnotskurn 

  1. Skýr hugmyndafræði. 
  2. Hæfir þjálfarar. 
  3. Námsáætlun í þjálfun. 
  4. Þrepaskipting. 
  5. Getuskipting. 
  6. Skemmtun.