Fjórir keppendur frá ÍA á verðlaunapalli á vetrarmóti unglinga í badminton



Keppendur úr röðum ÍA náðu flottum árangri á vetrarmóti unglinga í badminton sem fram fór nýverið í TBR húsinu í Reykjavík.

Alls tóku 140 keppendur þátt. Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista badmintonsambandsins.

Hér má finna öll úrslit frá mótinu.

Í einliðaleik í B-flokki hnokka sem þar sem að drengir 13 ára og yngri kepptu léku Andri Þór Viðarsson, ÍA, og Birgir Viktor Kristinsson, ÍA til úrslita. Þar hafði Andri Viðar betur.

Í einliðaleik drengja í A-flokki U-17-19 ára endaði Máni Berg Ellertsson í öðru sæti en Einar Óli Guðbjörnsson, TBR, fékk gullverðlaun.

Í einliðaleik drengja í B-flokki U-17-19 ára endaði Hilmar Veigar Ágústsson, ÍA, í öðru sæti en Alex Helgi Óskarsson, TBS fékk gullverðlaun.

Í einliðaleik í B-flokki hnokka sem þar sem að drengir 13 ára og yngri kepptu léku Andri Þór Viðarsson, ÍA, og Birgir Viktor Kristinsson, ÍA til úrslita. Þar hafði Andri Viðar betur.
Í einliðaleik drengja í B-flokki U-17-19 ára endaði Hilmar Veigar Ágústsson, ÍA, í öðru sæti en Alex Helgi Óskarsson, TBS fékk gullverðlaun.
Í einliðaleik drengja í A-flokki U-17-19 ára endaði Máni Berg Ellertsson í öðru sæti en Einar Óli Guðbjörnsson, TBR, fékk gullverðlaun.