Nýverið var fjallað á fundi skóla og frístundaráðs um loftgæði í einni af byggingum sem hýsa starfsemi á vegum Akraneskaupstaðar.
Á fundinum kynntu Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna nýlega úttekt á húsnæði Tónlistarskólans og Bókasafnsins.
Jónína Arnardóttir skólastjóri Tónlistarskólans og Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður voru einnig á þessum fundi
Samkvæmt heimildum Skagafrétta hafa borist kvartanir í þessum stofnunum vegna loftgæða.
Akraneskaupstaður mun skoða húsnæðið gaumgæfilega á næstunni.
Bókasafn Akraness hefur frá árinu 2009 verið í húsnæðinu við Dalbraut 1 og Tónlistarskóli Akraness frá árinu 2007.
Á undanförnum misserum hafa komið upp slíkt vandamál í byggingum Akraneskaupstaðar.
Má þar nefna Bæjarskrifstofuna við Stillholt, Grundaskóla og í kjallara í íþróttahúsinu við Vesturgötu.