Árgangur 1979 á Akranesi er að undirbúa glæsilegt Þorrablót Skagamanna sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023.
Að venju verður blótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Undirbúningsnefnd óskaði nýverið eftir stuðningi frá Akraneskaupstað í formi þess að lána íþróttamannvirkið við Vesturgötu án endurgjalds – líkt og gert hefur verið frá því að blótið var fyrst sett á laggirnar.

Í bókun ráðsins er lýst yfir stuðningi við þá ósk.
Þorrablót Skagamanna árið 2023 verður það 13. frá upphafi.
Á undanförnum tveimur árum hefur blótið farið fram með óhefðbundnum hætti í gegnum streymi á veraldarvefnum vegna heimsfaraldurs.
Í greinargerð frá árgangi 1979 til bæjarráðs kemur fram að mikið verði lagt í skemmtun kvöldins – þar sem að Skagamaður ársins 2022 verður útnefndur.
Árgangur 1982 mun sjá um annál blótsins sem hefur fest sig í sessi sem „skaup“ Skagamanna.
Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna hefur alltaf runnið til samfélagsverkefna sem tengjast íþróttum og félagsstarfi. Engin breyting verður á því á næsta Þorrablóti.

Bæjaryfirvöld vilja þjóðarleikvang golfsins á Akranes
Skipulags – og umhverfisráð Akraneskaupstaðar er á þeirri skoðun að viðræður verði hafnar við Golfsamband Íslands þess efnis að Garðavöllur á Akranesi verði þjóðarleikvangur golfíþróttarinnar.

Ný og glæsileg aðstaða í unglingadeild Brekkubæjarskóla
Miklar endurbætur hafa verið gerðar í Brekkubæjarskóla á undanförnum misserum – og hefur sú vinna haft töluverð áhrif á vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks. Félagsaðstaða unglingadeildar

Skagafólk ráðið í landsliðsþjálfarastöður
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Skagafréttir Tveir þjálfarar úr röðum Fimleikafélags ÍA hafa verið ráðnir í landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið í hópfimleikum. EM fer fram

Nýting á tómstundaframlagi er í hæstu hæðum
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Skagafréttir Börn – og unglingar á Akranesi eru í fremstu röð á landsvísu þegar kemur að því að nýta

FVA á sigurbraut – keppa næst í sjónvarpsútsendingu
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Skagafréttir Fjölbrautaskóli Vesturlands er komið áfram í 8-liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettur betur. FVA sigraði Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu

Þaulreyndur atvinnumaður semur við ÍA
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Skagafréttir Guðmundur Þórarinsson samdi í dag við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára. Guðmundur hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin