Árgangur 1979 á Akranesi er að undirbúa glæsilegt Þorrablót Skagamanna sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023.
Að venju verður blótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Undirbúningsnefnd óskaði nýverið eftir stuðningi frá Akraneskaupstað í formi þess að lána íþróttamannvirkið við Vesturgötu án endurgjalds – líkt og gert hefur verið frá því að blótið var fyrst sett á laggirnar.

Í bókun ráðsins er lýst yfir stuðningi við þá ósk.
Þorrablót Skagamanna árið 2023 verður það 13. frá upphafi.
Á undanförnum tveimur árum hefur blótið farið fram með óhefðbundnum hætti í gegnum streymi á veraldarvefnum vegna heimsfaraldurs.
Í greinargerð frá árgangi 1979 til bæjarráðs kemur fram að mikið verði lagt í skemmtun kvöldins – þar sem að Skagamaður ársins 2022 verður útnefndur.
Árgangur 1982 mun sjá um annál blótsins sem hefur fest sig í sessi sem „skaup“ Skagamanna.
Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna hefur alltaf runnið til samfélagsverkefna sem tengjast íþróttum og félagsstarfi. Engin breyting verður á því á næsta Þorrablóti.

Einar Margeir í 8. sæti á EM
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki,

World Class opnar í haust – skapar 20 ný störf, opið allan sólarhringinn
Akraneskaupstaður og Laugar ehf. skrifuðu í dag undir samning um opnun á líkamsræktarstöð sem staðsett verður í „gamla íþróttahúsinu“ við Jaðarsbakka. Stefnt er að opnun

Komið að skuldadögum
Aðsend grein frá Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra: Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum

Prúðasta liðið og Karen Anna Íslandsmeistari
Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi fór fram nýverið á Akureyri. Sundmótið var fyrir 15 ára og yngri og alls tóku um 210 keppendur frá 10 félögum

Aldurstakmörkunum breytt á tjaldsvæðinu vegna Írskra daga
Aldurstakmark gesta á tjaldsvæðinu á Akranesi verður 20 ár þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram dagana 4.-6. júlí. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að

Bæjarráð gefur grænt ljós á léttvín og bjór í Stúkuhúsinu
Bæjarráð hefur samþykkt að rekstraraðilar „Stúkuhúsið Kaffi“ fái leyfi til að selja léttvín og bjór. Stúkuhúsið Kaffi var opnað í desember á síðasta ári –