Örlygur Hrafn er vítaskytta Akraness 2022

Árgangamót Knattspyrnufélags ÍA fór fram um s.l. helgi þar sem að eldri kynslóðin lét mikið að sér kveða og rifjað upp gamla takta í Akraneshöllinni. 

Á þessu móti var boðið upp á að taka þátt í skemmtilegri vítaspyrnukeppni þar sem að markvörðurinn stæðilegi og hávaxni, Dino Hodžić var mótherji þeirra sem tóku þátt. 

Fjölmargir tóku þátt en hinn 12 ára gamli Örlygur Hrafn Stefánsson nældi sér í titilinn besta vítaskytta Akraness árið 2022. 

Eins og áður segir voru margir sem tóku þátt – og flestir þeirra voru sigurvissir. 

Foreldrar Örlygs Hrafns tóku bæði þátt og án efa gerir það sigurinn enn sætari hjá Örlygi að hafa sigrað foreldra í þessa keppni.