Sterkur sigur Skagamanna í grannaslagnum gegn Skallagrím

ÍA og Skallagrímur áttust við í grannaslag í næst efstu deild Íslandsmótins karla í körfuknattleik í gær. 

Fjölmargir áhorfendur mættu á áhorfendapallana í íþróttahúsinu við Vesturgötu og var stemningin góð. 

Gestirnir úr Borgarnesi voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en staðan var 41-40 í hálfleik fyrir Skallagrím. 

Skagamenn tóku völdin í síðari hálfleik og lönduðu flottum 85-80 sigri. 

Tölfræði leiksins er hér:

Með sigrinum þá fór ÍA upp fyrir Skallagrím á stigatöflunni. ÍA er í 7. sæti með 8 stig. 

Næsti leikur liðsins er á útivelli um næstu helgi gegn Sindra á Höfn í Hornafirði.   

Króatíski leikmaðurinn Marko Jurica lék sinn fyrsta leik með í ÍA í gær. Hann var stigahæsti leikmaður liðsins með 18 stig en Jurica lék áður með Sindra og Vestra á Ísafirði. 

Bandaríski miðherjinn Jalen David Dupree lék vel og skoraði 13 stig og tók alls 14 fráköst – og hann gaf einnig 5 stoðsendingar. Svíinn Anders Gabriel P. Adersteg var einnig öflugur með  17 stig fyrir ÍA. 

Þórður Freyr Jónsson lét mikið að sér kveða í þessum leik – þar sem hann skoraði alls 14 stig, þar af fjórar þriggja stiga körfur úr aðeins sex tilraunum.