Mæðrastyrksnefnd Akraness óskar eftir stuðningi frá einstaklingum og fyrirtækjum

Mæðrastyrksnefnd Akraness verður með úthlutun þann 15. desember. 

Í tilkynningu frá nefndinni kemur fram að söfnunin fari vel af stað og eru einstaklingar – og fyrirtæki hvött til þess að leggja málefninu lið.

Mæðrastyrksnefnd Akraness er ekki með húsnæði á sínum vegum til umráða. 

Fyrir þessi jól verðu að mestu úthlutað gjafakortum en starfsemi nefndarinnar fer fram í húsnæði Rauðakrossins sem opnað var nýverið við Kirkjubraut.

Fyrr á þessu ári óskaði Mæðrastyrksnefnd Akraness eftir fjárhagsstuðningi frá Akraneskaupstað til þess að leigja hluta af húsnæði Rauðakross Íslands við Kirkjubraut. Kostnaður við þann styrk var áætlaður 50 þúsund kr. á mánuði, 

Þeirri ósk var hafnað á fundi bæjarráðs. Þar kom fram að ráðið geti ekki orðið við erindinu en Akraneskaupstaður mun eftir sem áður styrkja árlega jólaúthlutun félagsins og leggja félaginu lið eins og kostur er í þeirra störfum.

Hægt er að leggja söfnun Mæðrastyrksnefndar lið og eru upplýsingar þess efnis hér fyrir neðan.

Reikningsnúmer:
0552-14-402048
Kennitala:
411276-0829