Menningar – og safnanefnd lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun bæjarstjórnar

Menningar – og safnanefnd Akraneskaupstaðar lagði til fyrr á þessu ári að ráðinn yrði viðburðastjóri hjá Akraneskaupstað. 

Tillagan gerði ráð fyrir að ráða inn starfsmann sem myndi hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd fjölmargra viðburða sem fram fara árlega. 

Á fundi nefndarinnar sem fram fór þann 23. nóvember s.l. lýsir nefndin yfir vonbrigðum með þá ákvörðun bæjarstjórnar að fella þann lið út í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar. 

Á þessum fundi var farið yfir fjárveitingar vegna viðburðarhalds á árinu 2022 og yfirferð um fjárhagsáætlun 2023.

Menningar- og safnanefnd hefur óskað eftir fjárveitingu til að ráða inn viðburðarstjóra vegna Írskra daga og að fjárveitingin verði að lágmarki 1.500.000.