ÍA óskar eftir svörum frá bæjarfulltrúum um uppbyggingu sundlaugarmannavirkja

Íþróttabandalag Akraness hefur óskað eftir samtali við skóla – og frístundaráð Akraneskaupstaðar varðandi uppbyggingu sundlaugamannvirka á Akranesi 

Framkvæmdarstjóri ÍA og formaður félagsins funduðu nýverið með ráðinu þar sem að óskað var eftir svörum frá bæjarfulltrúum Akraness um þessi mál. 

Í fundargerð ráðsins kemur fram að Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA óskuðu eftir því fyrir hönd Sundfélags Akraness að fjallað verði um og kynnt framtíðarsýn varðandi uppbyggingu á Jaðarsbökkum og þá sér í lagi uppbyggingu á sundlaugum. 

Í fundargerðinni kemur fram að ráðið muni taka umræðu um framtíðarsýn varðandi uppbyggingu sundlaugarmannvirkjanna meðal bæjarfulltrúa.