Stjórn Faxaflóahafna samþykkti nýverið að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna.
Gunnar hefur verið starfandi hafnarstjóri frá maí síðastliðnum – og tók þá við starfinu af Magnúsi Ásmundssyni, sem var ráðinn forstjóri Rarik í mars á þessu ári.
Akraneskaupstaður fer með um 11% hlut í sameignarfélaginu Faxaflóahafnir sf.
Í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna segir að stjórnin hafi byggt ákvörðun sína á tillögu ráðgefandi hæfnisnefndar sem mælti einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna.
Akraneskaupstaður er annar stærsti hluthafinn í sameignarfélaginu.
Eigendur Faxaflóahafna eru Reykjavíkurborg (75,5%), Akraneskaupstaður (10,7%), Skorradalshreppur (0,2%), Borgarbyggð (4,1%) og Hvalfjarðarsveit (9,3%).
Hlutverk sameignarfélagsins er að tryggja rekstur Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar, Borgarneshafnar og annarra hafna sem kunna verða aðilar að félaginu.