Haukur Andri og félagar komnir áfram í milliriðla í undankeppni EM

Haukur Andri Haraldsson og félagar hans U19 ára landsliði karla í knattspyrnu tryggði sér á dögunum sæti í milliriðlum undankeppni EM 2023. 

Ísland endaði í öðru sæti í riðlakeppninni sem fram fór í Skotlandi. Þar lék Ísland gegn Skotlandi, Kasakstan og Frakklandi. Ísland hafði betur gegn Skotlandi og Kasakstan. 

Haukur Andri var í byrjunarliðinu gegn Frökkum og kom inná sem varamaður gegn Skotland. Hann kom ekki við sögu í lokaleiknum gegn Kasakstan.  

Dregið verður í milliriðla 8. desember, en lokakeppnin fer fram á Möltu 3.-16. júlí.