Nýverið óskaði Akraneskaupstaður efitr tilboðum í alla almenna raforkunotkun sveitarfélagsins auk götulýsingar.
Alls lögðu þrjú fyrirtæki fram tilboð sem væri í gildi næstu þrjú árin.
Helstu magntölur eru fyrir hvert ár eru:
Almenn notkun 1.260.000 kWh.
Götulýsing 850.000 kWh.

Mjög lítill munur var á tilboðunum þremur.
Það hæsta var rétt tæplega 39 milljónir kr. fyrir þrjú ár og það lægsta var rétt rúmlega 37,8 milljónir kr. fyrir þrjú ár.
N1 Rafmagn: verð pr. kWh almenna notkun 5,98 kr., verð pr. kWh fyrir götulýsingu 5,98 kr.
Samtals 12.6 milljónir kr. á ári eða 37.853.400 milljónir kr. fyrir þrjú ár.
Orkusalan: verð pr. kWh almenna notkun 6,16 kr., verð pr. kWh fyrir götulýsingu 6,16 kr.
Samtals 13 milljónir kr. á ári eða 38.992.800 kr. fyrir þrjú ár.
ON: verð pr. kWh almenna notkun 6,86kr., verð pr. kWh fyrir götulýsingu 5,89 kr.
Samtals 12,7 milljónir kr. á ári eða 38.304.300 kr. fyrir þrjú ár.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda þ.e. N1 Rafmagn.