Búkolla hefur á undanförnum misserum verið í stóru hlutverki þegar kemur að sjálfbærni og endurvinnslu hjá íbúum á Akranesi.
Húsnæði Búkollu við Vesturgötu 62 var lokað í maí á þessu ári og hefur starfssemin verið í dvala frá þeim tíma.
Búkolla hefur verið með starfsemi í húsinu við Vesturgötu 62 – en vegna loftgæða í rýminu var ákveðið að loka.
Í dag var birt tilkynning á fésbókarsíðu Búkollu þar sem að greint var frá því að opnað verði á ný í mars á næsta ári – 2023.
Búkolla mun opna í húsnæði Trésmiðjunnar Akurs við Smiðjuvelli – en þar hefur ýmis starfsemi á vegum Akraneskaupstaðar verið til staðar á undanförnum misserum.
Vesturgata 62 er upprunalega fyrsta íþróttamannvirki Akraness – og hefur Akraneskaupstaður gefið það út að rífa eigi húsið.