Nemendur á unglingastigi í Brekkubæjarskóla sýndu nýverið afrakstur vinnu sinnar þar sem að unnið var með þemað „Ævintýri og þjóðsögur.“
Frá þessu er greint á vef Brekkubæjarskóla.
Verkefnið var unnið í svokölluðum „Smiðjum“ þar sem að nemendur vinna saman þvert á árganga og námsgreinar. Verkefnin vinna nemendur eins og þeim líkar best.
Fjölmargir gestir mættu á sýningu nemenda – þar sem að fjölbreytt verkefni voru til sýnis.
Má þar nefna frumsamda tónlist, myndbönd, spil, ljóðabækur, föt sem saumuð voru frá grunni og ýmislegt annað eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.