Skagamaðurinn Ísak Darri Þorsteinsson heldur áfram að gera það gott með íslenska kokkalandsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Lúxemborg.
Eins og áður hefur komið fram fékk Ísland gullverðlaun í einni keppnisgrein mótsins.
Ísland bætti við silfurverðlaunum í safnið í „Chef’s Table“ en í þeirri grein eru þrettán réttir framreiddir fyrir 12 manns.
Enn á eftir að greina frá niðurstöðunni í samanlagðri stigakeppni í keppnisgreinunum tveimur.