Nemendur Grundaskóla söfnuðu rúmlega milljón kr. fyrir Rauða krossinn

Nemendur í Grundaskóla söfnuðu rúmlega einni milljón króna í síðustu viku á góðgerðardegi skólans „Við breytum krónum í gull“.

Fimmtudaginn 24. nóvember voru húsakynni Grundaskóla opin þar sem að nemendur buðu varning til sölu – muni sem nemendur höfðu búið til sjálf fyrir þetta verkefni. 

Alls söfnuðust 1.160.000 kr. eða rúmlega 1,1 milljón kr. 

Í frétt á heimasíðu skólans kemur fram að dagurinn hafi verið frábær og niðurstaðan einnig. Allir sem tóku þátt fá hrós. 

Peningunum hefur verið komið til skila inn á hjálparreikning Rauða kross Íslands. Þessir fjármunir munu nýtast fyrir þá sem minnst mega sín.