Skaginn syngur inn jólinn 2022 – „Óli Palli“ í dúndurstuði í fyrsta glugganum

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið. 

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. 

Ólafur Páll Gunnarsson sýnir á sér skemmtilegar hliðar í fyrsta innslaginu – þar sem hann syngur lagið Jólin komu og hún María mín fór.

Lag og texti Jón Hallur Stefánsson.