Skaginn syngur inn jólinn 2022 – „Tónóbandið“ opnaði glugga nr. 2

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið.  Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. 

Tónóbandið er í aðalhlutverki í öðrum glugga dagatalsins.

Hljómsveitina skipa:

Arnþór Snær Guðjónsson – gítar og söngur.
Birgir Þórisson – píanó.
Eðvar Lárusson, kontrabassi.
Elfa Margrét Ingvadóttir, söngur. 
Jakob Grétar Sigurðsson – trommur. 
Rut Berg Guðmundsdóttir – harmonika. 
Úlfhildur Þorsteinsdóttir – lágfiðla.