Skaginn syngur inn jólin 2022 – Lárus opnaði glugga nr. 3

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað þann 1. desember.  

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. 

 

Lárus Skúlason er söngvari dagsins í dag, 3. desember. 
Hann flytur lagið Red West (If Every Day Was Like Christmas) og textinn er eftir Lárus. Sönginn tileinkar Lárus bróður sínum, Skúla Skúlasyni, sem lést langt fyrir aldur fram. Matthildur Hafsteinsdóttir fær einnig góðar kveðjur frá Lárusi fyrir hvatningu sína og stuðning varðandi söng hans í gegnum tíðina. 

Hljómsveitina skipa:
Birgir Baldursson trommur/slagverk.
Birgir Þórisson – hljómborð.
Jón Hilmar Kárason – gítar.
Sigurþór Þorgilsson – bassi.