Björn Viktor Viktorsson er kylfingur ársins 2022 hjá Golfklúbbnum Leyni.
Hann hlaut tilnefninguna á aðalfundi Leynis nýverið.
Björn Viktor hefur skipað sér í fremstu röð í sínum aldursflokki í golfíþróttinni en hann var ávallt á meðal 10 efstu á unglingamótaröð GSÍ.

Hann varð tvívegis í öðru sæti og hápunkturinn var Íslandsmeistaratitill hans í holukeppni í flokki 19-21 árs.
Það er fyrsti Íslandsmeistaratitill hans á ferlinum.
Skagamaðurinn endaði á meðal 20 efstu á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum.