Íslandsmeistarasveit Leynis í flokki 18 ára og yngri í golfi fékk Guðmundar – og Óðinsbikarinn afhentann á aðalfundi félagsins nýverið.
Verðlaunin voru gefin af Helga Daníelssyni árið 1990 og hafa í gegnum tíðina verið veitt fyrir ýmis afrek, Íslandsmeistaratitla, sjálfboðavinnu og ýmis önnur afrek eða störf tengd starfi Leynis.
Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri fór fram á Strandarvelli á Hellu í sumar. Þar sendi Leynir blandað lið til keppni í piltaflokki. Leynir fagnaði óvæntum sigri í keppni við sterk lið úr stærstu golfklúbbum landsins – og er þetta fyrsti titill Leynis í þessum aldursflokki frá árinu 1999.
Frá vinstri: Bragi Friðrik Bjarnason, Nói Claxton, Elsa Maren Steinarsdóttir og Tristan Freyr Traustason. Á myndina vantar Kára Kristvinsson og liðsstjóra sveitarinnar, Björn Viktor Viktorsson.