Kristín náði frábærum árangri á EM í klassískum kraftlyftingum

 

Kristín Þórhallsdóttir náði frábærum árangri á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fer í Póllandi. 

Kristín, sem keppir fyrir Kraftlyftingafélag ÍA, keppti í -84 kg. flokki. Hún hefur verið kjörin Íþróttamaður Akraness á undanförnum tveimur árum, 2020 og 2021. 

Hún fékk gull, silf­ur og brons, og tvo silf­ur­pen­inga, ann­an fyr­ir sam­an­lagðan ár­ang­ur og hinn í rétt­stöðulyftu, gull í hné­beygju og brons í bekkpressu.

Hún fékk gullverðlaun í hnébeygju þar sem hún lyfti 217,5 kg.  

Í bekkpressu fékk Kristín bronsverðlaun þar sem hún lyfti 120 kg. Hún lyfti 237,5 kg. í réttstöðulyftunni. 

Í samanlögðum árangri náði Kristín silfurverðlaunum með 575 kg. samanlagt en Agöta Sitko frá Póllandi var efst með 582,5 kg. samanlagt. 

Munurinn á kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum er eftirfarandi.
Í þeim klassísku má ekki notast við neinn aukabúnað eins og brekkpressuboli eða stálbrækur. Hnévafningar sem hægt er að herða að eins og með frönskum rennilás eru einnig bannaðir. Aðeins má nota hnéhólka sem ekki er hægt að herða og vafninga fyrir úlnlið.

Að öðru leyti er keppni í klassískum kraftlyftingum alveg eins. Keppt er í bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu og dómarar dæma eftir sömu viðmiðum og í lyftingum með búnaði. Eini munurinn liggur í skoðun búnaðar áður en keppni hefst.