Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið. Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Í fjórða glugganum kom ung söngkona inn með stuttum fyrirvara skilaði sínu með glæsibrag. Guðlaug Gyða Hannesdóttir söng lagið „Dansaðu vindur“ – sem Peter Grönvall og Nanne Grönvall sömdu – en textinn er eftir Kristján Hreinsson.