Skaginn syngur inn jólin 2022 – þaulreyndar tvíburasystur opnuðu fimmta gluggann

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið.  Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Tvíburasysturnar Sigurlaug Inga og Auður Minney Árnadætur opnuðu fimmta gluggann í dag. Þær syngja lagið „Litla jólabarn“ – lagið eftir Worsing og textann gerði Ómar Ragnarsson.