Skaginn syngur inn jólin 2022 – Hæfileikarík tónlistarhjón opnuðu sjöunda gluggann

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin hófst fyrir skemmstu.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin tvö ár. 

 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Tónlistarhjónin Rebekka Blöndal og Gauti Stefánsson opnuðu glugga nr. 7 í dagatalinu í morgun. Þau flytja þar lagið Fönn féll á Vesturlandi – lag eftir Frank Perkins og textann skrifaði Rebekka. Gauti ólst upp á Akranesi fram undir tvítugt.