Skaginn syngur inn jólin 2022 – Fjölmenni á sviðinu í áttunda glugga dagatalsins

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin hófst fyrir skemmstu.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin tvö ár. 

Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Í dag var áttundi gluggi dagatalsins opnaður. 

 

Danshópurinn Sporið á sviðið í dag. Hópurinn flytur Grýlukvæði – sem er þjóðlag og kvæðið er eftir Stefán Ólafsson.