Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson, starfsmaður Fjöliðjunnar skrifar:
Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda.
Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaður vinnustaður, þar eru alls 78 starfsmenn ásamt leiðbeinendum.

Út frá þekkingu og reynslu þeirra vita þau best hver þörfin er og hvað þeim vantar. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tækin sem þau nota eru af mismunandi gerðum og stærðum. Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast að því og hafa þarf í huga aðgengi fyrir alla, þar með talið hjólastóla.
Núna á að setja þessa starfsemi ásamt þorpinu í samfélagsmiðstöð í blokk. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Oft er gert grín af fötluðum og oft á tíðum eru foreldrar meðvirkir. Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki megi vera með hávaða í blokk. En hvernig er það með börn? Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða? Af hverju mega þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn? Það er algjörlega út í hött.
Svo er það bæjarstjórnin sem ákvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna. Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum? Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti eða? Ég held ekki. Allaveganna hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma og vera með okkur alla daga í 3 vikur og sjá hvernig starfsemin okkar er.
Ég skora á bæjarstjórnina að koma og vera með okkur í Fjöliðjunni næstu 3 vikur frá klukkan 8 til 16 og sjá með eigin augum hver þörfin okkar er. Ef þið þykist vita betur skulið þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin, án allra vitundar. Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja.
Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson, starfsmaður Fjöliðjunnar

Áhugaverð tillaga lögð fram um endurnýtingu á Sementstönkunum
Hvernig getur endurnýting á Sementsílóunum á Akranesi orðið samfélagsmiðstöð sem sameinar fólk, styður við bæjarbúa og heiðrar sögu starfseminnar? Þetta er spurning sem Lárus Freyr

Flottur árangur hjá 19-23 ára liði Leynis á Landsmóti golfklúbba
Lið Leynis í flokki 19-23 ára pilta náð flottum árangri á Landsmóti golfklúbba sem fram fór nýverið á Kiðjabergsvelli. Alls tóku 8 lið þátt. Skagamenn

Fasteignamat á Akranesi hækkar töluvert á milli ára
Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í skýrslu hjá HMS. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. Á

Orri Harðarson bæjarlistamaður Akraness
Bæjarlistamaður Akraness árið 2025 er tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson. Greint frá útnefningunni þann 17. júní. Orri lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 7. júní

Sigrún Ósk ráðin í nýtt starf hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður hefur ráðið Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í nýtt starf upplýsingafulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Starfið felur í sér að leiða upplýsingamiðlun og samskipti sveitarfélagsins

Arnardalur virkar
Aðsend grein: Daníel Þór Heimisson. Undirritaður hefur verið svo heppinn að fá að starfa í Arnardal með stuttu hléi frá 2017. Arnardalur er félagsmiðstöð, fyrir