Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið. Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
í dag var tólfti glugginn opnaður. Þar er á ferðinni keiluþjálfari sem hefur látið að sér kveða í kjarabaráttu með því að nýta sönghæfileikana.
Nína & jólasveinninn flytja hér lagið Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin – lag og texti Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. Hér er á ferðinni systkinin Erlingur Birgir Magnússon sem leikur jólasveininn og Jónína Magnúsdóttir.