Frost í kortunum og skautasvell verður sett upp við Grundaskóla

Á næstu dögum verður nýtt skautasvell tekið í notkun á skólalóðinni við Grundaskóla. 

Framkvæmdir hófust í gær við að koma upp svelli á svæði sem kallað er „Nýja Krúsin“ – en á árum áður var hægt að fara á skauta í Krúsinni áður en framkvæmdir hófust við byggingu Grundaskóla. 

Í skipulagi skólalóðar Grundaskóla var gert ráð fyrir nýju skautasvelli. Veðurspáin gerir ráð fyrir töluverðu frosti á næstu dögum og ætti skautasvellið að nýtast vel við þær aðstæður. 

Verkefnið er unnið af menningar- og safnanefnd Akraness í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar – og er gjöf sveitarfélagsins til bæjarbúa, og sérstaklega tileinkað börnum

Nánar á vef Grundaskóla.