Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin fór af stað með látum þetta árið. Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Á hverjum degi fram að jólum verður nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Í dag var þrettándi glugginn opnaður.
Þar eru feðgin í aðalhlutverki en þau hafa bæði lagt sitt af mörkum í tónlistarmenningunni á Akranesi í gegnum tíðina.
Guðríður Ringsted og faðir hennar Gunnar Ringsted flytja hér lagið Jólagjöfin. Textinn er eftir Sverri Pálsson og lagið er eftir Gustav Holst og Cristina Rossetti.