Tæplega 80 milljónum kr. ráðstafað í kostnað vegna langtímaveikinda

Bæjarráð Akraness samþykkti nýverið að úthluta tæplega 21,5 milljónum kr. til stofnana Akraneskaupstaðar. 

Í fundargerð ráðsins kemur fram að um sé að ræða úthlutun vegna langtímaveikinda starfsmanna – og er úthlutunin nefnd „veikindapottur.“

Úthlutunin er vegna launakostnaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2022. Um er að ræða úthlutun fyrir tímabilið 1. júlí – 31. desember 2022. 

Þetta er í annað sinn sem slík úthlutun á sér stað á þessu ári – og verður samanlagður kostnaður vegna launakostnaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla rétt rúmlega 78 milljónir kr.