Skaginn syngur inn jólin 2022 – Kornungur gestur dagsins rifjar upp „gamla“ takta með fjörugu jólalagi

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 16. glugginn opnaður.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár. 

Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

Í dag var sextándi glugginn opnaður.

Tónlistarmaður dagsins vakti ungur á árum athygli fyrir gítarleik sinn og söng – og er það allt langömmu hans að þakka, eins og fram kemur í þessu innslagi.  

Patrekur Orri Unnarsson flytur lagið Silfurhljóm. Lagið er eftir Jay Livingstone og Ray Evans. Þorsteinn Eggertsson samdi textann.