Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 17. glugginn opnaður. Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Í dag var sautjándi glugginn opnaður.
Þar er á ferðinni leynigestur frá Suðurlandi – sem hefur verið í fremstu röð í íslensku tónlistarsenunni á undanförnum árum.
Jónas Sigurðsson og Rósa Sveinsdóttir flytja hér lagið Litli trommuleikarinn – lagið ef eftir Kathrine Davies og Stefán Jónsson á textann.