Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 18. glugginn opnaður.
Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Í dag var átjándi glugginn opnaður.
Þar er á ferðinni fjölmennur hópur þaulreyndra söngvara sem flytur frumsamið lag eftir stjórnanda kórsins.
Kór eldri borgara á Akranesi flytur hér lagið Hugleiðing á jólanótt – lagið er eftir Lárus Sighvatsson, sem er einnig stjórnandi kórsins. Textann gerði Karl Halldórsson.