54 nemendur brautskráðir frá FVA við lok haustannar 2022 

Alls útskrifuðust 54 nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af sex námsbrautum á haustönn 2022. Brautskráning fór fram laugardaginn 17. desember.

Alls luku 19 útskriftarnemendur luku burtfararprófi í húsasmíði, einn nemandi lauk bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs. Sjö luku burtfararprófi úr rafvirkjun, tveir nemandur luku bæði burtfararprófi í rafvirkjun og viðbótarnámi til stúdentsprófs. 18  luku burtfararprófi af sjúkraliðabraut, einn nemandi lauk burtfararprófi úr vélvirkjun og alls 8 nemendur luku stúdentsprófi. Kristinn Benedikt Gross Hannesson lauk námi í rafvirkjun með glæsilegum árangri á öllum sviðum og tók á móti viðurkenningu frá skólanum.

Tónlistarskóli Akraness, Matthías Matthíasson og Hallgrímur Ólafsson fluttu tónlist við athöfnina og fulltrúi útskriftarnema, Anita Ruebberdt, nýútskrifaður húsasmiður, hélt ræðu.

Annáll haustannar er aðgengilegur hér.

Í ræðu sinni við brautskráninguna gaf Steinunn Inga Óttarsdóttir – skólameistari FVA nemendum góð ráð fyrir framtíðina – en ávarp hennar er í heild sinni hér. 

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og dugnað í námi:

  • Andri Þór Einarsson, viðurkenning frá Íslandsbanka
  • Árni Salvar Heimisson, viðurkenning frá Tölvuþjónustunni.
  • Bragi Benteinsson, viðurkenning frá FVA.
  • Daníel Friðriksson, viðurkenning frá SF smiðum.
  • Daníel Ingi Ragnarsson, viðurkenning frá Sjóvá.
  • Einar Jóhannes Ingvason, viðurkenning frá SF smiðum.
  • Elín Björg Jónsdóttir, viðurkenning frá Soroptimistaklúbbi Akraness.
  • Grímur Kristinsson, viðurkenning frá BM Vallá.
  • Hilmar Ásu Hansson Jensen, viðurkenning frá FVA.
  • Kristinn Benedikt Gross Hannesson, viðurkenning frá Verkalýðsfélagi Akraness og Pennanum Eymundsson.
  • Tómas Beck, viðurkenning frá Trésmiðjunni Akri.

 

 

Heildarfjöldi nemenda við skólann á haustönn 2022 var 539.

Þar af voru 387 nemendur í dagskóla og 152 nemendur í kvöld- og helgarnámi. 

Í heildina var kynjaskipting þannig að 61,2% nemenda voru karlar og 38,8% konur. Í dagskólanum var kynjahlutfallið 64% karlar og 36% konur, í dreifnámi var kynjahlutfallið 54% karlar og 46% konur. 

Í dagskólanum voru flestir á opinni stúdentsbraut eða 142 nemendur. 39 nemendur voru á náttúrufræðibraut og 34 á félagsfræðibraut. 64 nemendur voru á sjúkraliðabraut í dreifnámi. 

Á iðnnámsbrautum voru 72 nemendur í rafvirkjun í dagskóla, í húsasmíði voru 31 nemendur í dagskóla og 77 í dreifnámi, í vélvirkjun voru 24 nemendur í dagskóla og 10 í dreifnámi.