Skortur á heitu vatni hjá Veitum vegna kuldatíðar – Sundlaugum á Akranesi lokað

Vegna kuldatíðar hafa Veitur ákveðið að skerða heitt vatn til sundlauga á Akranesi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Þetta þýðir að Jaðarsbakkalaug, Bjarnalaug og Guðlaug verða lokuð þar til annað verður ákveðið. 

Ekki er vitað hversu lengi lokunin mun standa en upplýst verður um það um leið og hægt verður.

Opið verður í þreksalinn á Jaðarsbökkum samkvæmt almennum opnunartíma.