Hér er að finna upptöku frá jólatónleikum Kórs Akraneskirkju sem fram fóru fimmtudaginn 15. desember s.l. í Akraneskirkju.
„Jólagæsin“ er hér flutt af kórnum – lag og texti eftir Hjörleif Hjartarson.
Yfirskrift tónleikanna var „Jólalög og óbótónar“ en einsöngvarar komu úr hópi kórfélaga.
Hilmar Örn Agnarsson er stjórnandi kórsins – en hljóðfæraleikarar voru Birgir Þórisson sem lék á píanó, Eyþór Franzson Wechner lék á orgel og Peter Tompkins lék á óbó.
Skagafrettir.is tók upp myndbandið.