Skaginn syngur inn jólin 2022 – Einsöngvari og kór opnuðu síðasta gluggann í dagatalinu

Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin hefur vakið mikla athygli nú í desember. Í dag var síðasti glugginn opnaður á þessu ári. 

 

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin tvö ár.

 

Frá því í byrjun desember hefur nýr gluggi verið opnaður á hverjum degi í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.

 

Í dag var tuttugasti og fjórði glugginn opnaður.

 

Hér eru á ferðinni kraftmikill hópur frá Akranesi og atvinnusöngvari sem syngur þekkt jólalag.

 

Benedikt Kristjánsson, atvinnusöngvari, sem er búsettur hér á Akranesi syngur hér ásamt Kór Akraneskirkju lagið Hin fyrstu jól – sem Ingibjörg Þorbergs samdi – Kristján frá Djúpalæk samdi textann.