Miðbæjarsamtökin Akratorg viðruðu fjölmargar hugmyndir á fundi með Akraneskaupstað

Miðbæjarsamtökin Akratorg hafa á undanförnum mánuðum lagt fram ýmsar tillögur varðandi verkefni samtakanna að styrkja – og efla gamla miðbæjarins fyrir alla íbúa á Akranesi. 

Skipulags og umhverfisráð Akraness bauð á dögunum stjórnarfólki úr Miðbæjarsamtökunum Akratorgi á fund þar sem samtökin fengu tækifæri til þess að ræða við kjörna fulltrúa í bæjarstjórn – og starfsmenn á skipulagssviði bæjarins um ýmsa hluti sem hafa verið efst á baugi hjá samtökunum.

 

Þar var rætt um hvernig mætti blása mætti auknu lífi í miðbæinn, jólamarkaðinn, framtíð gamla Landsbankahússins og gamla leikfimihússins við Vesturgötu. Um gömul hús og ný, ráðhús, verslunarhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skóla, bílaumferð, skrúðgarða og allt mögulegt – eins og kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

 

Fullrúar úr miðbæjarsamtökunum Akratorg voru ánægð með gott og uppbyggilegt spjall á fundinum – og er von þeirra að fundirnir verði fleiri á nýju ári – með það að markmiði að styrkja og efla gamla miðbæinn fyrir alla bæjarbúa.

Á fundinum var meðal annars rætt um eftirfarandi atriði.

 

Að bæjaryfirvöld standi fyrir hvatningarátaki þar sem að íbúar og rekstraraðilar í miðbænum eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum til að gera miðbæinn meira aðlaðandi, hann sé alltaf hreinn og vel snyrtur.

 

Að fari verði í að skoða byggingu á auðum lóðum í miðbænum, og að á sama tíma verði lögð áhersla á að halda í gamla götumynd.

 

Að stuðlað verði að því að gömul hús í miðbænum séu gerð upp og þeim haldið sómasamlega við.

 

Að kannaður verði fýsileiki þess að gera Skólabraut og Kirkjubraut að vistvænum einstefnugötum að hluta. 

 

Að þvergötu á milli Akratorgs og Landsbankahússins verði lokað og verði þar með hluti af stærra og glæsilegra Akratorgi. 

 

Að lögð verði áhersla á að ekki verði dregið úr framboði verslunar ö og þjónusturýma á jarðhæðum í miðbænum. 

 

Að ýtt verði undir listsköpun í miðbænum, bæði einstakar uppákomur og varanlega list – til dæmis útilistaverk, í þeim tilgangi að auka líf og fjör. 

 

Að saga bæjarins verði gerð sýnilegt, til dæmis með söguskiltum og að gömlu götuheitin verði annað hvort tekin upp aftur eða götur merktar sérstaklega með núverandi götuheitum. Einnig mætti hvetja eigendur gamalla húsa til að merkja húsin með nöfnum þeira. 

 

Að Merkurtún verði hafið til vegs og virðingar með aðgerðum sem gera það meira aðlaðandi til útivistar og viðdvalar fyrir alla aldurshópa, til dæmis með sparkvelli, meiri gróðri, leiktækjum, bekkjum og þess háttar. 

 

Að Skrúðgarðurinn við Suðurgötu verði færður í upprunalegt horf og hann fái að bera nafn með rentu. 

 

Að mörkuð verði stefna um framtíð Landsbankahússins í hjarta bæjarins – með það fyrir augum að kanna möguleika á að flytja stjórnsýslu bæjarins þangað.

Að gömlum byggingum í eigu bæjarins sé gert hærra undir höfði og þeirra hlutverk skilgreint betur. Þar má nefna Bjarnalaug, gamla leikfimishúsið við Vesturgötu og gamla Iðnskólann.

Að miðbær Akraness verði vel skilgreindur bæði landfræðilega og sem vannýtt auðlind. Að bæjaryfirvöld taki strax ákvörðun um að efla hann og styrkja markvisst. Gera hann aðlaðandi fyrir bæjarbúa og gesti með öllum tiltækum ráðum. Er þar vísað til skipulagsmála og aðgerða sem stuðla að því að mannlíf, verslun og þjónusta fái að dafna í miðbænum.