Þú getur tekið þátt í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2022

Íbúar á Akranesi geta tekið þátt í kosningunni á Íþróttamanni Akraness fyrir árið 2022. 

Opnað hefur verið fyrir kosningu í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Kosningin nær einungis til svæðis undir póstnúmeri 300 og getur hver þátttakandi aðeins kosið einu sinni.

 

 

Í kjöri íþróttamanns Akraness eru 10 atkvæðaseðlar sem skiptast niður með eftirfarandi hætti: 

Akraneskaupstaður fer með þrjú atkvæði og hafa þau fallið í skaut bæjarstjóra og þeirra sem eru í forsvari um íþróttamál fyrir hönd bæjarins, það eru formaður skóla- og frístundasviðs og sviðstjóri.
Héraðsfréttablaðið Skessuhorn fer með eitt akvæði.
Framkvæmdastjórn ÍA fer með fimm atkvæði.
Akurnesingar eiga kost á að taka þátt í kjörinu og velja milli þeirra íþróttamanna sem tilnefndir eru.
Eitt atkvæði skal vera rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Á atkvæðaseðil skal greiða þrem tilnefndum atkvæði sitt
1. sæti 10 stig,
2. sæti 7 stig og
3. sæti 5 stig.

 

Alls eru 13 einstaklingar sem koma til greina í kjörinu – en greint verður frá úrslitum kosningarinnar þann 6. janúar á Garðavöllum, félagsheimilinu við golfvöllinn. Bein útsending verður frá kjörinu á ÍATV. 

Knattspyrnufélagið Kári og Íþróttafélagið Þjótur sendu ekki tilnefningar í ár. 

 

Í kjörinu fyrir árið 2021 sem fram fór þann 6. janúar á þessu ári var nýr verðlaunagripur afhentur í fyrsta sinn, Helga Dan bikarinn.

Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona, var kjörin Íþróttamaður Akraness árið 2021 – annað árið í röð.  

Alls hafa konur verið kjörnar Íþróttamaður Akraness alls 24 sinnum en karlar hafa verið efstir í þessu kjöri í 23 skipti.

Fyrst var kosið árið 1965 en frá árinu 1977 hefur kjörið farið fram árlega. Ríkharður Jónsson var sá fyrsti sem var kjörinn en það liðu sjö ár þar til kosið var á ný.

Sundíþróttin er með 21 titlil á þessu sviði en golfíþróttin er með 11 titla og í þriðja sæti eru fulltrúar knattspyrnunni með 10 titla.

Kristín keppir í klassískum kraftlyftingum er rauði þráðurinn sá að keppt er án búnaðar. Ekki er leyfilegt að nota t.d. hnéhlífar, þrönga lyftingagalla eða lyftingabelti. Keppni í klassískum lyftingum hófst hér á Íslandi árið 2014 þegar byrjað var að skrá Íslandsmet í þessari grein kraftlyftinga.

Íþróttamenn Akraness frá upphafi:

2021: Kristín Þórhallsdóttir, (2) kraftlyftingar (2).
2020: Kristín Þórhallsdóttir, (1) kraftlyftingar (1).
2019: Jakob Svavar Sigurðsson, (2) hestamennska (2).
2018: Valdís Þóra Jónsdóttir (7) golf (11).
2017: Valdís Þóra Jónsdóttir, (6) golf (10).
2016: Valdís Þóra Jónsdóttir, (5) golf (9).
2015: Ágúst Júlíusson, (2) sund (21)
2014: Ágúst Júlíusson, (1) sund (20).
2013: Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1).
2012: Inga Elín Cryer, (2) sund (19).
2011: Inga Elín Cryer, (1) sund (18).
2010: Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8).
2009: Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7).
2008: Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6).
2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5).
2006: Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate.
2005: Pálmi Haraldsson, (1) knattspyrna (10).
2004: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6) sund (17).
2003: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16).
2002: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15).
2001: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14).
2000: Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4).
1999: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13).
1998: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).
1997: Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3).
1996: Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2).
1995: Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9).
1994: Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8).
1993: Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7).
1992: Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1).
1991: Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11),
*(Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1990: Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10).
1989: Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9).
1988: Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8).
1987: Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6).
1986: Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7).
1985: Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6).
1984: Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5).
1983: Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4).
1982: Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5).
1981: Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4).
1980: Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3).
1979: Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2).
1978: Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3).
1977: Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2).
1972: Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1), (Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1965: Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).