Pistill: Risastórt verkefni framundan

Það er óhætt að segja að bæjarfréttamiðillinn skagafrettir.is hafi fengið viðamikið „tæknilegt“ vandamál í fangið í lok ársins 2022. 

Yfirfærsla á gögnum á milli hýsingaraðila varð til þess að tæknilegar hindranir komu upp. 

Aðgengi lesenda að vefnum var skert í nokkra daga og framsetning frétta hefur verið með öðrum hætti en áður – vegna tæknilegra orsaka. 

Góðu fréttirnar eru að á næstu dögum verður vefurinn kominn í fyrra horf – og enn betra ef áætlanir ganga eftir. 

Lesendur hafa tekið eftir því að myndir vantar við fjölmargar fréttir. Unnið er að því að laga það og þær fréttir fá sitt fyrra útlit áður en langt um líður. 

Takk fyrir þolimæðina og aðstoðina við úrvinnslu verkefnsins kæru lesendur. 

Mikilvægustu skilaboðin til ykkar frá bæjarfréttamiðlinum skagafrettir.is eru hér fyrir neðan. 

 

Skagafréttir eru að hefja sitt sjöunda starfsár sem bæjarfréttamiðill á Akranesi. 

Verkefnið hefur frá fyrsta degi, þann 10. nóvember 2016, fengið mikinn meðbyr og velvilja frá íbúum á Akranesi, og einnig hjá lesendum sem eru ekki búsettir á Akranesi. 

Skagafrettir.is hefur líkt og aðrir fjölmiðlar fundið vel fyrir breyttri sviðsmynd hvað varðar möguleika fjölmiðla að afla tekna. Erlendir samfélagsmiðlar taka sífellt stærri hlut af auglýsingafé sem áður rann inn í íslenska fjölmiðla. 

Í dag er staðan þannig að tæplega 50% af því auglýsingafé sem áður fór á íslenskan markað fer í dag til erlendra samfélagsmiðla á borð við Google, Youtube og Facebook.  

Þrátt fyrir allar þessar áskoranir er markmiðið að efla skagafrettir.is enn frekar á næstu misserum. 

Til þess þarf fjármagn og stuðning úr nærsamfélaginu. Þar eru lesendur Skagafrétta í stærsta hlutverkinu ásamt fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka þátt í því að efla samfélagið á Akranesi. 

Það er einfalt að taka þátt – kynntu þér málið með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.  Eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

Bestu kveðjur – með von um góðar undirtektir.
Sigurður Elvar Þórólfsson, eigandi og ritstjóri skagafrettir.is