Þrír tapleikir í röð hjá ÍA í körfunni – spennandi vikur framundan

Karlalið ÍA hefur leikið alls 14 leiki á Íslandsmótinu í körfuknattleik á þessu tímabili og framundan eru spennandi vikur í jafnri deild. 

ÍA er með 10 stig í næst neðsta sæti deildarinnar en Þór frá Akureyri er í neðsta sæti með aðeins 1 sigur í 14 leikjum. 

ÍA tapaði gegn Ármenningum s.l. föstudag á útivelli og var það þriðji tapleikur liðsins í röð. 

Næsti leikur ÍA er þann 16. janúar á heimavelli gegn Fjölni sem er með tveimur stigum meira en ÍA þessa stundina í 7. sæti.

Í 1. deild karla er keppnisfyrirkomulagið með þeim hætti að efsta liðið í lok tímabilsins tryggir sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Liðin sem eru í sætum 2-5 komast í úrslitakeppni um eitt laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Þar leikur lið nr. 2 við lið nr. 5 og liðin í 3. og 4. sæti mætast.